Færsluflokkur: Kínversk málefni og menning

Huang Nubo og Ögmundur Jónasson

Þegar sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins var á ferð um Kína í lok októbermánaðar fór ekki hjá því að áhuga Huang Nobo á að fjárfesta hér á landi bæri á góma. Þegar stærð Grímsstaða var borin við sambærilega stærð landsvæðis í Kína, 27.000 ferkílómetra, urðu sumir hugsi.

Íslenskt viðskiptaumhverfi og hugsunarháttur virðist vanþróað og hér á landi er sem engin þekking sé á því hvernig megi komast hjá því að búa til nær óleysanlega hnúta, sem upp koma í samskiptum Íslendinga og annarra þjóða. Það vekur athygli að ekki hafi verið reynt að beina fjárfestingu Huangs Nubo í aðra farvegi og vekur það óneitanlega spurningar um ráðgjafa hans. Það virðist ljóst að Samfylkingin beri nokkra ábyrgð í þessu máli, þegar skoðað er hverjir voru í fylgd með Huang Nubo, þegar hann kom fyrst að Grímsstöðum.

Þá vekur athygli sá eintrjáningsháttur, sem innanríkisráðherra virðist hafa haft í þessu máli. Algert sambandsleysi virðist hafa verið millum hans og iðnaðar- og viðskiptaráðherra og engin tilraun gerð til samráðs. Undirrituðum var bent á fyrir nokkru, að hugsanlega hefði mátt beina þessum umræðum í þá átt að Huang Nubo hefði fengið land Grímsstaða til leigu í nokkra áratugi. Slíkt hefur tíðkast hér á landi og ætti að falla mönnum betur í geð en kaup á jafnstórri landspildu og um er að ræða. Íslendingar þurfa á erlendu fjármagni að halda til þess að byggja upp atvinnuvegi með öðrum hætti en álver og annan meingandi iðnað. Því er nauðsynlegt að slíta ekki alla strengi, sem tengja Huang Nubo við Ísland. Þessi fjárfestir hefur sýnt með óyggjandi hætti, að hann standi við orð sín, samanber Kínversk-íslenska menningarsjóðinn, sem hann hefur fjármagnað.

Það er rétt hjá Huang Nubo að rétt sé að kínverskir fjárfestar kynni sér pólitískt umhverfi í þeim löndum sem þeir hyggjast eiga samskipti við. Þetta umhverfi hefðu ráðgjafar hans á Íslandi átt að kynna honum, en þeir virðast hafa brugðist honum.

Innanríkisráðherrann hefur einnig brugðist. Nú er að vita hvort ekki verði hægt að finna annan flöt á þessu máli þegar menn hafa dregið djúpt andann. Til þess þarf samráð en ekki einstrengingslegan hugsunarhátt manna sem skortir þor. Verkefni eins og samstarfið við Huang Nubo, væri skólabókardæmi um það hvers innviðir íslenska stjórnkerfisins séu megnugir, báðum aðilum til hagsbóta.


Ferðamönnum fjölgar í Tíbet

 

Um þessar mundir eru 5 ár síðan lokið var við að leggja járnbraut alla leið til Lhasa, höfuðborgar Tíbets. China Radio International hefur fjallað um málið frá ýmsum hliðum. Þar á meðal er þessi pistill.

Gamli og nýi tíminn mætast

 


90 ár frá stofnun Kínverska kommúnistaflokksins

 

Föstudaginn 1. júlí síðastliðinn voru 90 ár liðin frá því að Kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnaður. Fundurinn var haldinn í shanghai árið 1921 og stóð að stofnun hans fremur fámennur hópur vígreifra einstaklinga sem vildu leggja allt í sölurnar til þess að létta af kínverskri alþýðu þvíi oki sem hún reis vart undir. Skömmu eftir að fundinum lauk kom leynilögregla stjórnvalda á staðinn, en greip í tómt.

Í tilefni afmælisins var haldinn fundur í Alþýðuhöllinni miklu í Beijing, þar sem einstaklingar og samtök hlutu viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þar flutti Hu Jintao, formaður flokksins og forseti Kínverska alþýðulýðveldisins, ræðu, sem er um margt merkileg. Þar vék hann m.a. að þeim hræringum sem nú hreyfa við þjóðfélögum víða um veröld. Fullyrti hann að framfarir sem byggja á baráttu fólks fyrir betri kjörum, væru forsenda framfara á hverjum tíma  og yrðu Kínverjar að læra að takast á við vandamál sem þeim fylgdu. Þá taldi hann einhlítt að lýðræði yrði aukið í landinu og yrði fyrsta skrefið að auka það innan flokksins.

Vafalaust rýna margir í ræðuna og reyna að spá fyrir um framvindu mála í Kína. Hér er krækja á hátíðarhöldin. Ræður eru þýddar jafnóðum á ensku.

http://english.cntv.cn/program/asiatoday/20110701/107836.shtml

 

Þá er hér 18 sjónvarpsþátta röð um sögu Kínverska kommúnistaflokksins:

http://english.cntv.cn/english/special/glorious_journey/homepage/index.shtml

 

Hér fyrir neðan eru krækjur á fyrstu 7 þættina.

 

Episode 1: Rising from the flames: http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100922/101929.shtml

 

Episode 2: Founding New China http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100923/101979.shtml

 

Episode 3: Difficult Endeavours http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100924/101907.shtml

 

Episode 4: A Great Turning Point http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100925/103239.shtml

 

Episode 5: High Tides http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100926/103172.shtml

 

Episode 6: Breaking Waves http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100927/103571.shtml%3e

 

Part 7: Sailing into the New Century http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100928/103886.shtml

 

 


Óábyrg strákapör norsku Nóbelsnefndarinnar

Í fyrra veitti norska Nóbelsnefndin núveranda Bandaríkjaforseta friðarverðlaun. Þó stendur maðurinn í a.m.k. tveimur styrjöldum í Mið-Austurlöndum.

Um daginn ákvað nefndin að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin fyrir tillögur sem gætu haft skelfilegar afleiðingar, yrði þeim hrundið í framkvæmd.

Sígandi lukka er best og það veit kínverskur almenningur. Þess vegna erþað jafn ábyrgðarlaust af íslenskum stjófnvöldum að senda fulltrúa sína á þessa meintu friðarhátíð og hjá Norðmönnum sem virðast hafa misskilið hlutverk nefndarinnar. Þar skipta orðsendingar kínverskra stjórnvalda engu máli heldur skynsemi og ábyrgð íslenskra stjóvnvalda.


Enskumengunin í Kína

Fimmtudaginn 15. Apríl síðastliðinn var haldin austur í Beijing ráðstefna um þá hættu sem kínverskri tungu stafar af stöðugt meiri enskumengun. Kínverska alþjóðaútvarpið, china Radio International, birti frásögn af ráðstefnunni föstudaginn 30. apríl.

Áhrifa enskunnar fór að gæta í kínversku um svipað leyti og Bretar tóku að herja á Kínverja laust fyrir miðja 19. öld og fóru þessi áhrif vaxandi þegar leið fram á 20. öldina. Ýmis orð eins og jakki og rjómaís eiga rætur að rekja til ensku þótt menn átti sig ekki á því við fyrstu heyrn. Í Hong Kong, þar sem Bretar réðu ríkjum í hálfa aðra öld, er mál manna mjög enskuskotið.

Áhrif enskunnar jukust að mun upp úr 1980 þegar samskipti Kínverja við verstrænar þjóðir færðust í aukana. Fyrst ruddu sér til rúms skammstafanir á enskum fræðiheitum og heitum námsgreina sem ekki höfðu verið kenndar við kínverska háskóla. Ástæðan var einkum sú að menn urðu ekki sammála um þýðingu skammstafananna. Þótt leitast hafi verið við að þýða námsgreinaheitin á kínversku er svo komið að í um þriðjungi frétta kínverskra fjölmiðla bregður fyrir enskum skammstöfunum innan um kínverska letrið, sem almenningur skilur ekki. Vandinn hefur orðið enn meiri vegna þess að menn hafa ekki hirt um að þýða ýmsar skammstafanir í tölvukerfum og er nú svo komið að almenningur skilur ekki allt sem stendur á aðgöngumiðum kvikmynda- og tónleikahúsa.

Fram kom í máli nokkurra ræðumanna á ráðstefnunni að þeir óttuðust að nokkur hluti fræði- og vísindamanna ættu orðið í erfiðleikum með að tjá sig á kínversku svo að vel færi og almenningur skildi. Hefur nú verið boðað sérstakt átak til þess að sporna við þessum áhrifum.

Íslendingum er þessi umræða ekki ókunn. Ensk heiti haa nú leyst latnesk fræðaheiti af hólmi. Enginn verður nú magister heldur lýkur hann mastersprófi eða –gráðu. Orðið meistaranám heyrist sára sjaldan.

Kínverskir fréttamenn sletta iðulega enskum skammstöfunum þegar um er að ræða hugtök í hagfræði og fleiri greinum. Þó að Íslendingar geri það ekki hlýtur samt að fara hrollur um þá sem vilja veg tungunnar sem mestan þegar spurnir berast af áhyggjum fjölmennustu þjóðar heims af tungu sinni. Íslendingar búa nú við þá sérstöðu í Evrópu að mestur hluti talaðs máls í sjónvarpi er á ensku. Enskan bylur á eyrum sjónvarpsáheyrenda og mótar hugsun og málfar. Íslenskir listamenn leggjast jafnvel svo lágt að þruma yfir áheyrendum enska texta, misjafnlega vel orta, sem einungis nokkur hluti almennings skilur. Hljómsveitin Hjaltalín er dæmi um slíkan hóp, en á frídegi verkalýðsins 1. maí sl. þrumdi úr hátalarkerfi sveitarinnar ensk tunga þegar fólk hélt að um baráttutónlist væri að ræða. Þannig hefur hljómsveitin gengið í lið með þeim sem vega að tungumálum smáþjóða og er það illt afspurnar.

Forstöðumenn kínverskra ráðuneyta, sem tóku til máls á ráðstefnunni, tóku fram að ekki væri rétt að banna notkun slíkra skammstafana en menn yrðu að gæta sín þegar þær væru farnar að menga tungumálið.

http://english.cri.cn/08webcast/index.htm


Íslenski heimssýningarskálinn vekur athygli

Nú hefur heimssýningin mikla í shanghai verið opnuð. Þessar fréttir bárust frá Emil Bóassyni og Wang Chao sem búa á Gleðifjalli í Bandaríkjunum:

„Vorum að horfa á fréttir Kínverska sjónvarpsins. Þar var viðtal við ímyndarstjóra Kínverja vegna Heimssýningarinar í Shanghæ (bænum ofan sjávar). Eftir að hafa rætt nokkuð um sinn þátt í sýningunni og hljómlistina við opnunarverkið þar sem hann spilaði eigin píanókonsert með hefðbundnu kínversku ívafi svo sem tilbrigðum við Gulárkonsertinn fræga var hann spurður hvaða sýningaskála hann myndi heimsækja. Auðvitað skála stórþjóða eins og Frakka og Bandaríkjamanna, en eftirtktarverðastur fyrir einfeldni og hreinleika þar sem allt væri hafblátt og virtist vistvænt væri íslenski skálinn og þangað ætlaði hann einnig.“


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband