Nornaveiðar fréttastofu RÚV - um viðbrögð fréttamanns

Einn af lesendum bloggsíðunnar sendi Kristni Hrafnssyni, fréttamanni Ríkisútvarpsins, slóðina að síðasta pistli. Fékk hann þau svör að flest væri rétt en upphafið væri „bull og þvættingur“. Slíkt orðbragð bendir til þess að ég hafi haft nokkuð til míns máls og að fréttamaðurinn sé rökþrota. Grípa menn þá einatt til gífuryrða.

Hugtakið „nornaveiðar“ׂ merki m.a. órökstuddar fullyrðingar sem slegið er fram án þess að kafað hafi verið ofan í orsakir þess sem fjallað er um. Slíkar fullyrðingar eru iðulega til þess fallnar að ýta undir sleggjudóma hjá almenningi sem byggja iðulega á fáfræði.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tíðum fjallað um málefni lífeyrisþega af þekkingu og ábyrgð. Þó hefur borið við að fréttamenn hafi ekki verið vandir að virðingu sinni og slegið fram fullyrðingu sem orðið hafa til þess að skaða málstað öryrkja. Hið sama á við um dagblöðin og Stöð tvö, en þar ofsótti ónefndur fréttamaður samtök öryrkja á tímabili. Kvað svo rammt að því að Stöð tvö var beðinn að sjá svo um að hann mætti ekki á fréttamannafundi sem haldnir voru.

Þótt ég nefni engin nöfn í þessum pistli verður tekið dæmi af atburði sem varð fyrir tveimur árum. Þá sagði formaður Öryrkjabandalagsins skyndilega af sér. Hófst þá mikil rógsherferð á hendur Hússjóði Öryrkjabandalagsins sem hefði getað endað með ósköpum hefði ekki verið gripið í taumana. Ungur og kappssamur fréttamaður, sem vann þá á fréttastofu ríkisútvarpsins, virtist lítið þekkja til málsins og ruglaði öllu saman. Vissi hann t.d. ekki muninn á félagsþjónustunni í Reykjavík og Hússjóði Öryrkjabandalagsins. Sem betur fór tókst að stöðva manninn áður en skaði hlytist af.

Flestir frétta- og blaðamenn hér á landi vinna starf sitt af samviskusemi og árvekni. Kristinn

Hrafnsson er þar ekki undanskilinn. Í fréttinni um öryrkja skaut hann yfir markið og fyrir það ber fréttastofu ríkisútvarpsins að bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband