Húni fjallar um hvítabirni

Í dag, þriðjudag kl. 12, heldur Húni Heiðar Hallsson erindi um lagalega stöðu hvítabjarna við Ísland. Erindið verður haldið í Háskólanum á Akureyri í M102 Sólborg v/Norðurslóð.

„Í erindi sínu fjallar Húni um þær réttarheimildir sem gilda um hvítabirni á Íslandi og hvernig þær hafa þróast,“ segir í frétt Morgunblaðsins í dag. „Hann fjallar einnig um túlkun réttarheimilda um hvítabirni og þær móttökur sem þeir hafa fengið á Íslandi á síðustu árum.“

Þá útskýrir Húni þær ráðstafanir sem stjórnvöld gripu til sumarið 2008 þegar tveir hvítabirnir gengu á land.

Í þessari frétt er fjallað um Húna Heiðar Hallsson, sem fjallar um hvítabirni. Afkvæmi hvítabjarnar er kallað húni. Það á því vel við að Húni Heiðar fjalli um réttarstöðu bjarndýranna hér á landi.

Á undanförnum árum hefur tilviljun ráðið því að nöfn manna hafa með ýmsum hætti tengst starfi þeirra. Nefnamá Sigurjón Bláfeld, loðdýraráðunaut, Eyjólf Ísfeld Eyjólfsson, fyrrum forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Ólaf Dýrmundsson, landbúnaðarráðunaut. Eitt sinn hélt hann fyrirlestur um sauðfjárrækt á Íslandi fyrir dansflokk frá Tíbet og þótti fara vel á því nafnsins vegna.

Í Evrópu eiga ættarnöfn iðulega rætur að rekja til iðngreinar sem ættfaðirinn stundaði. Má sem dæmi nefna orðið smith sem tekur á sig ýmsar myndir eftir því hvaða smíðar forfaðirinn stundaði. Hér á landi kenndu menn sig við ættaróðalið, sveitina eða forföður, þegar ættarnafnatískan náði fótfestu hér á landi. Einnig voru þess dæmi að menn kenndu sig við staði sem þeim þóttu öðrum fegri svo sem Kaldalón ber vitni um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband