Dásemdarverkið Ragnheiður

Eftir hádegið í dag fann ég slóðina að Ragnheiði, óperu þeirra Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, en henni var útvarpað á skírdag og krækja á hana er enn á vef Íslensku óperunnar. Ég hlustaði á hina ágætu samantekt og kynningar Margrétar Sigurðardóttur ásamt óperunni sjálfri. Öllum sem unna óperutónlist og íslenskri menningu er bent á að þeim þremur tímum, sem varið er til að njóta þessa listaverks, er vel varið. Þetta er í þriðja sinn sem ég hlusta á verkið, fyrst í Skálholti, þá í Eldborg og nú af vefnum. Enn fór svo að hinn átakanlegi lokaþáttur verksins hreyfði við tilfinningunum. Orðaskil heyrðust betur en á sýningunni sjálfri og tóngæðin ásættanleg miðað við það sem gengur og gerist á vefnum. Slóðin er hér: http://ruv.is/sarpurinn/ragnheidur/17042014

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband