Hvernig ætli George Orwell litist á ástandið - Facebook stóri bróðir?

Er þett ásættanlegt? Morgunblaðið birti eftirfarandi frétt í dag:
"Allir sem hafa farið inn á Facebook eftir 1. janúar s.l. hafa veitt fyrirtækinu leyfi til að safna upplýsingum af öllum tækjum sem notuð eru til að fara inn á samskiptamiðilinn. Ekkert verndar fólk fyrir því að löggæsluaðilar fái aðgang að þeim gögnum, að sögn ráðgjafa hjá Deloitte.
Nýir notendaskilmálar tóku gildi á Facebook 1. janúar og fjallaði Ævar Einarsson, liðsstjóri upplýsingatækniráðgjafar Deloitte, um þá á málþingi Persónuverndar um rafrænt eftirlit í gær. Þeir veita bandaríska fyrirtækinu víðtækar heimildir til þess að safna upplýsingum um notandann sem hann hefur enga stjórn yfir, án þess hreinlega að hætta að nota miðilinn.
Ævar benti á að áætlað væri að 70% af öllum nettengdum fullorðnum einstaklingum í heiminum séu með Facebook-aðgang. Fyrirtækið sitji þannig á miklum upplýsingum um heiminn. Þær skiptist í tvo flokka, annars vegar þær sem fólk setji sjálfviljugt inn, myndir, stöðuuppfærslur og ummæli, og hins vegar upplýsingar sem skapast við notkunina. Þ.ám. upplýsingar um staðsetningu notandans og IP-tölu.
Ekki þurfti að samþykkja skilmálana sérstaklega heldur töldust þeir samþykktir um leið og fólk fór inn á Facebook eftir 1. janúar."
Hvað er til ráða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo tala menn um Rússland og Norður-Kóreu með vanþóknun. Er þetta ekki USA:

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband