Glöggt er gestsaugað - eru Íslendingar að mylja undan sjálfum sér?

Nefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki var hér í þriggja daga heimsókn. Á milli funda gáfu nenfdarmenn sér tíma til þess að skoða sig um í íslenskum verslunum og keytptu sitthvað. Þeir voru einkar hrifnir af íslenskri hönnun á mörgum sviðum, en brá í brún þegar þeir sáu að varningurinn væri framleiddur í Kína.
„Ég get alls ekki hugsað mér að koma heim með eitthvað sem er sagt vera íslenskt og eiga kannski eftir að rekast á það úti í búð,“ sagði einn nefndarmanna.
Vafalaust væri hægt að framleiða sitthvað af þessum varningi hér á landi og selja með nokkrum hagnaði því að verð í verslunum, sem leggja áherslu á þjónustu við ferðamenn, er oft uppsprengt. Þannig er það víðar í veröldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband