Eigum við nægilega orku?

Sú vitundarvakning sem nú er að verða í loftslagsmálum er lofsverð. Hún hlýtur að leiða til þess að notkun rafmagns aukist mjög á næstu árum. Munar þar mestu um samgöngur - opinberar sem einkabíla, fiskimjölsverksmiðjur, skipaflotann o.fl. Nú þegar hagkvæmustu orkukostirnir hafa verið virkjaðir er mörgum ofarlega í huga hvort Íslendingar eigi næga orku handa sjálfum sér. Sumir vilja leggja sæstreng til Skotlands til þess að selja Bretum agnarsmátt brot þeirrar hreinu orku sem þeir þurfa en talsverðan hlut af orku okkar.
Nú má búast við á næstu árum að orkunotkun fari vaxandi á næturnar þegar bifreiðareigendur fara að hlaða farkosti sína svo að þeir verði nothæfir morguninn eftir.
Er ekki kominn tími til að Íslendingar hugsi um eigin hag í orkumálum í stað þess að einblína eingöngu á hagsmuni erlendra stórfyrirtækja? Verður það ekki okkar stærsti skerfur til varðveislu andrúmsloftsins?


mbl.is 103 skrifuðu undir yfirlýsingu í Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er mjög góður punktur hjá þér. Eru ráðandi öfl hér á Íslandi eitthvað að pæla í þessu?

Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2015 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband