Aðgengi hrakar að netútgáfu Morgunblaðsins

Árið 2003 hlaut Morgunblaðið aðgengisverðlaun Öryrkjabandalags Íslands enda höfðu stjórnendur blaðsins lagt metnað sinn í að gera netútgáfu þess aðgengilega.
Enn heldur Morgunblaðið sæti sínu sem einn af aðgengilegustu miðlum landsins, en þó hefur orðið brotalöm þar á.
Atvinnuauglýsingar blaðsins eru iðulega birtar sem myndir og því engin leið fyrir þá sem nota talgervil eða blindraletur að sækja um störfin.
Ekki virðist lengur aðgengilegt að senda greinar til blaðsins gegnum mbl.is og verður því að senda greinarnar í tölvupósti.
Þeir sem eru áskrifendur að tölvuútgáfunni og nota léttlesna Moggann fá ekki sunnudagsblaðið á laugardeginum heldur daginn eftir og spjaldtölvuútgáfan er gersamlega óaðgengileg.
Samt er tölvuáskriftin álíka dýr og venjuleg áskrift.
Þetta var ein ástæða þess að ég taldi mig ekki lengur hafa efni á að vera áskrifandi auk annarra atriða sem ekki verða tíunduð hér.

Ef til vill stafar skert aðgengi af vanþekkingu einhverra sem sjá um tölvukerfi blaðsins. Þessi vandi virðist leynast víða hjá stofnunum og fyrirtækjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband