Ættartengsl og kunningskapur eiga að ráða lista VG í Suðvestur-kjördæmi

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum gengur nú talsvert á hjá Vinstri-grænum í Suðvestur-kjördæmi.
Nú á að skipa listanum þannig að framarlega í flokki verði bæjarfulltrúi flokksins í Hafnarfirði, sem tók sér leyfi frá bæjarstjórnarstörfum, að sögn manna vegna þess að hún gat aflað sér meiri tekna með lögfræðistörfum. Þá er einnig sagt að tengdadóttir Steingríms Sigfússonar þurfi á sæti að halda auk sonar Svavars Gestssonar og í 4. sæti verði Sigursteinn Másson, sem Björn Bjarnason sagði um að hefði gert Öryrkjabandalag Íslands marklaust.
Núverandi bæjarfulltrúa, sem tók við um síðustu áramót, hefur verið boðið sæti aftarlega á listanum, sennilega vegna þess að hann er ætlaus maður innan flokksins.
Lengi hefur verið vitað að ættartengsl hafa skipt talsverðu máli innan Vinstri-grænna sem best sést á þessu að tengsl skipta meira máli en frammistaða fulltrúa flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband