Verðbólga á húsnæðismarkaði

"Í búðarhúsnæði er ætlað til þess að búið sé í því" (Xi Jinping á 19. þingi Kommúnistaflokks Kína 19. október 2017)

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því áðan að vísitala leiguverðs á Reykjavíkursvæðinu hefði hækkað um 14% síðastliðið ár. Slík þróun hefði verið kölluð okur í mínu ungdæmi.
Þótt ýmsum Íslendingum þyki ekki sitthvað til fyrirmyndar hjá vinum vorum Kínverjum hafa stjórnvöld þar gripið til örþrifaráða til þess að koma í veg fyrir að byggingalóðir hækki upp úr öllu valdi.
Skammt frá Beijing verður á næstu árum byggð ný stórborg. Þegar það féttist ruku fasteignarsalar upp til handa og fóta og þyrptust á svæðið. Leiddi það til þess að stjórnvöld lokuðu flestum skrifstofum þeirra.
Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins kom fram að sumum þeirra þótti þetta réttmæt ákvörðun og sögðust þurfa að þreyja þorrann og góuna í svo sem þrjú ár.

Verður ekki næsta ríkisstjórn vor að taka til hendinni og skrúfa fyrir þessar einstæðu hækkanir og sjá þannig til þess að íbúðarleiga og húsnæðisverð fari að fylgja eðlilegum lögmálum?
Framboð og eftirspurn geta orðið hin mesta plága einkum ef hún er borin uppi af svo kölluðum húsnæðisfélögum sem kaupa eignir í gróðaskyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband