Verða soðningaríhaldið og Vinstri græn saman í stjórn?

Því heyrist nú haldið fram að óskaríkisstjórn eftir kosningar verði þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Fullyrt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu nálgast síðar nefndu flokkana með kosningaloforðum sínum sem tengjast ýmsum velferðarmálum svo sem málefnum elli- og örorkulífeyrisþega, heilbrigðismálum o.s.frv. Með slíkri ríkisstjórn verði um leið haldið niðri þeim öflum sem ganga vilja Evrópusambandinu á vald.

Helstu ásteytingarsteinarnir eru sagðir endurskoðun stjórnarskrárinnar og loftslagsmál, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki þægur í taumi á þeim slóðum. Sagt er að munurinn sé þó ekki meiri en svo að forysta Sjálfstæðisflokksins vilji fremur gefa eftir en sitja hjá á næsta kjörtímabili.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband