Orðbragð íþróttafréttamanns Ríkissjónvarpsins

Í kvöld tjáði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarpsins, sem alinn er upp í kristilegum kærleiksanda, að "stelpurnar okkar" myndu mæta erkifjendum sínum, Frökkum.

Hvort etja menn kappi í íþróttum til að efla sig eða til þess að svala físnum sínum og kvalaþorsta? Hingað til hef ég haldið að Frakkar væru vinaþjóð Íslendinga og vissi ekki að stelpurnar okkar hötuðu þá svo að kalla þurfi franskt íþróttafólk erkifjendur.

Sennilega er mannskemmandi að stunda keppnisíþróttir svo sem hvers kyns knattleiki enda kemur fólk iðulega stórslasað úr slíkri viðureign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er bara saklaust íþróttamál. Það er löng hefð fyrir því að kalla helstu keppinautana erkifjendur. Í því flest þó enginn fjandskapur. Í fótboltanum er líka talað um "borgarslag" þegar tvö lið frá sömu borg mætast, hvort sem það er í Manchester, Glasgow, Barcelona eða Mílanó.

Enginn er annars bróðir í leik. Það gildir um rimmur erkifjenda og þegar lið mætast í borgarslag þar sem spennustigið er oft hærra en venjulega. Um leið og flautað er til leiksloka eru menn sannir íþróttamenn og sýna andstæðingnum virðingu.

Ástæða þess að fréttamaðurinn tala um Frakka sem erkifjendur er að Ísland og Frakkland hafa ítrekað dregist saman í riðla á stórmótum kvenna á síðustu árum. Stelpurnar okkar hafa því mætt stöllum sínum frá Frans oftar en öðrum liðum og oft í leikjum sem geta ráðið miklu um úrslit. Í þessari nafngift felst engin illska og því síður að gengið sé til leiks til að svala fýsnum eða kvalaþorsta.

Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnþór, þetta er nú orðið hluti af íþróttamáli og er skoðað sem krydd í lýsinguna. Hvort það er réttmætt eða ekki veit ég ekki. Erkifjendur er ekki sérlega pent. Þetta væri eins og að segja að þú og Davíð Oddson væru einhverjir sérstakir erkifjendur, mér fyndist miklu vinalegra að segja að þið væruð perluvinir

Sigurður Þorsteinsson, 21.10.2009 kl. 23:45

3 identicon

Almáttugur minn eini, sérhvert er nú orðbragðið....ég hef spilað íþróttir um árabil og hef og mun kalla ýmsa andstæðinga mína erkifjendur mína á leikvellinum, langoftast er svo um góðvini og kunningja að ræða utan vallar.

Held að þú Arnþór, þurfir aðeins að átta þig á því að við erum ekki öll "sannkristin" ef við á annað borð erum eitthvað trúuð og almennur talsmáti og iðkun boltaíþrótta telst seint til einhvers ills...

Svona þvaður fer ólýsanlega í pirrurnar á mér :(

Jóhann Waage (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband