Helgar tilgangurinn meðalið?

Í barnæsku minni var föstudagurinn langi lengsti og leiðinlegasti dagur ársins. Það bætti þó úr að mamma var ævinlega með hátíðarkvöldverð þann dag og síðan aftur á páskum.
Margir leiða hugann að píslum Jesús krists á þessum degi og ekki skal farið í grafgötur að hann hafi verið krossfestur á þessum degi.
En margt í frásögninni um aðdragandann og það sem á eftir fór er í huga mér miklum vafa undirorpið.

Á nokkrum stöðum í Nýja testamentinu er sagt að hitt og þetta hafi gerst til þess að orð rirningarinnar mættu rætast. Dregur það óneitanlega úr sannleiksgildi frásagnanna, enda hafa skrásetjarar seinni tíma þurft að fina til þess rök sem þeir greindu frá svo a frásögnin væri í samræmi við áður ritaða spádóma.

Þá hafa nokkrar frásagnir guðspjallanna hreyft illa við mér og þær standast hreinlega ekki líffræðilegar forsendur.

1. Jesús læknaði blinda menn. Hafi þeir verið áður blindir í nokkur ár er ólíklegt að þeir hafi getað nýtt sjón sína sér til gagns. Við höfum lifandi dæmi um þetta fyrir augunum hér á landi og annars staðar.

2. Hið sama á við um lamaða fólki og mannin sem tók sæng sína og gekk. Hafi þetta fólk verið lamað í nokkur ár eða jafnvel frá fæðingu hefur það orðið að njóta mikillar endurhæfingar. En sumt verður ekki endurhæft hafi það verið gallað frá upphafi.

Þegar ég var barn kölluðu iðulega fullorðnar konur á eftir mér: "Guð gefur blindum sýn!" Ég verð að viðurkenna að ég lagði fæð á þær fyrir vikið og enn verður mér ónotalega við þegar ég er minntur á það af skynsömu fólki að fyrsta kfaftaverk krists hafi verið að lækna blinda menn.

Flest í boðskap Jesúsar er mannbætandi. En sumu má sleppa og þar á meðal þessum kraftaverkasögum og sögunni um talenturnar.


Íslenskir skattsvikarar og sannkristinn smiður

Katrín Jakobsdóttir hefur um nokkurt skeið verið minn uppáhálds stjórnmálamaður og ráðherra. Ég er að vísu ekki í flokknum af persónulegum ástæðum því að á meðal áhrifafólks eru þar einstaklingar sem þjást af of miklum siðferðisskorti til þess að ég telji mig eiga samleið með þeim. Vanþroski minn er slíkur.
Í morgun greindi Ríkisútvarpið frá ræðu sem Katrín flutti í gær á ráðstefnu hjá OECD. Þar fullyrti hún að skattsvik væru hluti af þjóðarvitund Íslendinga, ef ummælin eru trúlkuð réttilega. Rakti hún það til norskra landeigenda sem felldu sig ekki við að greiða Haraldi hárfagra skatta og fóru því úr landi.
Haft var eftir Katrínu að umræðan gegn skattsvikum hefði í raun ekki komist á flug fyrr en eftir hrun. Minntist ég þá þess sem gerðist á 7. áratugnum í ónefndum kaupstað á Íslandi að verkafólk í fiskvinnslu greiddi jafnvel hærri skatta en sumir atvinnurekendur.
Katrín hefur kannski bætt því við að enn sé fólk sem svíkur bligðunarlaust undan skatti en ætlast þó til fullrar þjónustu frá hinu opinbera.
 Ég hef hitt ýmsa skattsvikara í áranna rás og hafa þeir verið misjafnelga óskemmtilegir. Minnisstæðastur er mér maður sem verslun nokkur mælti með til að setja saman húsgögn. Hann var í kristnum söfnuði í Kópavogi, bjó með íslenskri konu sem hann hafði kynnst í Guðs eigin landi, átti með henni börn, en hún leigði hjá honum og einhverjar tilfæringar í öllu þessu voru til þess ætlaðar að komast hjá sköttum og skyldum.
Þegar kom að uppgjöri vegna húsgagnasamsetningarinnar krafðist hann nótulausra viðskipta. Þar sem hann hafði vitnað oft í bæði testamentin í samræðum okkar spurði ég hvort hann myndi eftir því sem frelsarinn hefði sagt um að greiða keisaranum það sem keisarans væri og guði það sem tilheyrði honum.
"Mig varðar ekkert um einhvern andskotans kóng eða keisara," svaraði hann.


Hrefna Jónsdóttir frá Hásteinsvegi 50 í Vestmannaeyjum - minning

Í gær var borin til grafar gömul vinkona og nágranni frá Vestmannaeyjum, Hrefna Jónsdóttir, en foreldrar hennar reistu sér hús við Hásteinsveg 50.
Móðir hennar, Halldóra Jónsdóttir, ævinlega kölluð Dóra Jóns, var vinnukona hjá foreldrum mínum og varð af því einlæg vinátta milli fjölskyldnanna. Þær Hrefna og Guðrún systir mín léku sér saman og við Guðrún, systir Hrefnu, vorum einnig leikfélagar, trúlofuðumst þegar hún var 7 ára og ég ári eldri.
Af því hlaust mikill þrýstingur og ótæpilega hörð stríðni sem endað á því að ég sleit trúlofuninni.:)
Hrefna bjó lengi erlendis, var langdvölum í Þýskalandi og seinni hluta ævinnar í Bandaríkjunum þar sem hún lést í janúar síðastliðinn, á 78. aldursári. Þar rak hún gallerí sem var á meðal 35 virtustu fyrirtækja þessarar tegundar þar í landi.

Þegar við tvíburarnir fæddust þóttust þær Hrefna og Guðrúnar heppnar því að þær voru tvær og við tveir.
Fyrsta minning mín er tengd Hrefnu. Ég var í barnavagni, sá birtuna fyrir utan og heyrði þær stallsystur spjalla saman. Vagninn vaggaði mjúklega, logn var á  og ilmur af sængurfötunum. Mér leið undursamlega og sveif inn í draumheima.
Þessi minning er afar skýr þótt ég hafi sennilega verið á öðru ári - ein þeirra minninga sem ylja mér um hjartaræturnar þegar ævinni vindur fram.

Ég hitti stundum Hrefnu hjá móður hennar og hún bar ætíð með sér einhvern sérstakan blæ að utan, umræðuefni, skoðanir og tónlist sem heyrðist hvergi annars staðar en hjá henni.
Blessuð sé minning hennar.


Ólánsmál

Var ekkiLandsréttur andvana fæddur? Dómnefndin skilaði tillögum um dómara þar sem konur voru í minnihluta og dómsmálaráðherra greip til sinna ráða. Meirihluti þingsins samþykkti gjörninginn án teljandi athugasemda og síðan hófust sumarleyfin. Hér er á ferðinni dæmigerð íslensk stjórnsýsla þar sem hrapað er að hlutunum. Þótt framganga dómsmálaráðherrans sé síst til eftirbreytni mætti Alþingi huga betur að eigin gjörðum og hegðun í þessu máli. Í raun þyrfti að ógilda lögin um Landsrétt og taka allt ferlið til endurskoðunar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband