Hvern blessar Guð?

Fjölmiðlar um veröld alla fjalla nú sem aldrei fyrr um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Flestir þeirra leggja hlutlægt mat á það sem er í deiglunni.
Vegna hamfara núverandi forseta vekur það bæði undrun og aðdáun hvernig kínverskir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar.
breska ríkisútvarpið, BBC World Service, er sennilega sá fjölmiðill sem fjallar um ástandið með sem fjölbreytilegustum hætti.
Í dag var útvarpað viðtölum við kjósendur Trumps og þeir spurðir spjörunum úr. Mesta athygli undirritaðs vakti spjall við nokkra svarta bandaríkjamenn (black americans).
Einn þeirra, greinilega fremur ungur maður, greindi frá því að hann Kysi Trump vegna þes að Trump fylgdi ævinlega kristnum gildum sem væru sér mikils virði. Hann væri sá forseti sem greitt hefði götu svartra Bandaríkjamanna (black Americans) fremur en nokkur annar forseti.
Hann hefði rutt ýmsum steinum úr götu þeirra og vegna aðgerða Trumps hefði hann nú stofnað lítið fyrirtæki og gengi nú glaður til vinnu sinnar á hverjum degi.
Þeir sem aðhillast kristin gildi og treysta Guði ættu því að meta það sem forsetinn hefði gert og setja allt sitt traust á hann.
Um Beiden sagði sá hinn sami að hann væri útsendari auðvaldsins í Bandaríkjunum og sæi það eitt að hækka skatta og koma bandarískum Bandaríkjamönnum (black Americans) á kné.


Hættulegt ferli bílstjóra

Í Morgunblaðinu birtist þessi frétt í dag:

Allt of algengt er að ökumenn noti farsímann undir stýri, samkvæmt nýlegri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir VÍS. Þar kemur fram að 46% aðspurðra tala einhvern tímann í farsímann, án handfrjáls búnaðar, á meðan akstur stendur yfir.
36% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, skrifa einhvern tímann skilaboð í farsímann á meðan akstur stendur yfir ─ en töluverður munur var milli aldurshópa hvað þetta varðar.
Þannig segjast 73% ökumanna á aldrinum 18-24 ára skrifa skilaboð sjaldan, stundum, oft eða alltaf. 53% þeirra á aldrinum 25-34 ára skrifa skilaboð sjaldan, stundum, oft eða alltaf ─ og 55% þeirra á aldrinum 35-44 ára gera það sjaldan, stundum, oft eða alltaf.
57% þeirra sem tóku þátt í könnuninni segjast lesa á símann undir stýri. Langflestir eru á aldrinum 18-24 ára eða 85%. Lítill munur er á aldurshópnum 25-34 ára og 35-44 ára ─ eða 78% og 74%.
Samkvæmt rannsóknum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO) eru þeir ökumenn, sem verða fyrir truflun vegna farsíma, fjórum sinnum líklegri til þess að valda umferðarslysum (þar á meðal aftanákeyrslu, útafakstri og árekstri).
Bent er á að notkun farsíma skerðir athygli við akstur. Farsímanotkun bitnar á skynjun ökumanna á umhverfinu og viðbragðstíma, t.d. að hemla eða beygja frá hættu.

Þessi hegðan hefur þegar valdið stórslysum sem leitt hafa til örorku. Í raun hafa íslensk stjórnvöld aldrei tekið á þessu atferli svo að bragð sé að.

 


Er Ísland ennþá þriðjaheimsríki?

Fyrir nokkru birti ríkisútvarpið frétt um misjafnt gengi í efnahagslífi nokkurra Evrópuþjóða. Höfðu flest þeirra orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum Kórónuveirunnar. Ísland var þar á meðal.
Í skýringu fréttamanns Ríkisútvarpsins kom fram að þýska hagkerfið hefði gengið einna best og þar hefði orðið nokkur framleiðniaukning. Var ástæðan sögð sú að Þýskaland og nokkur ríki Evrópu væru gróin hagkerfi sem byggðu á iðnaðarframleiðslu. Hér á landi væri staðan sú að útflutningur Íslendinga væri hálf-unnin framleiðsla og vægi fiskur einna mest.

Ekki verða bornar brigður á þessar niðurstöður, en þær leiddu þó hugann að samræðum, sem við Páll bróðir minn áttum við starfsmenn kínversks útgáfufyrirtækis austur í Beijing árið 1975. Þar kom fram að Kínverjar höguðu verðlagningu bóka og tímarita eftir því á hvaða þróunarstigi ríkin væru stödd.
Mao Zedong hafði þá kynnt skilgreiningu sína á stöðu ríkja, sem hann skipti í þrennt:
1. Í fyrsta heiminum voru iðnvædd ríki sem bjuggu yfir gjöreyðingarvopnum, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin.
Í öðrum heiminum voru nokkur stærstu iðnveldi heims.
Í þriðja heiminum voru fátæk ríki, einkum í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum auk ríkja sem voru eingöngu hráefnisframleiðendur.
Við bræður töldum að rétt væri að hækka verðið á kínverskum tímaritum sem seld væru hérlendis. Gestgjafar okkar töldu það af og frá, þar sem Ísland tilheyrði þriðja heiminum eins og flest ríki Mið-austurlanda. Tóku þeir sem dæmi olíuríkin við Persaflóa.
Þegar við bræður mótmæltum því og vitnuðum í góð lífskjör hér á landi, svöruðu þeir því til að hvað sem öðru liði væri Ísland fyrst og fremst útflytjandi hráefnis, þar sem mest af okkar útflutningi væru eingöngu hráefni. Því værum við í sama flokki og olíuríkin.

Því skal spurt: Hefur Ísland náð því að komast í tölu fyrsta heims ríkja eða erum við enn fyrst og fremst hráefnisframleiðendur?


Ennþá er níðst á flóttafólki

 

Ríkisútvarpið greindi frá því í hádegisfréttum að sennilega yrði 7 manna fjölskylda frá Senigal flutt úr landi, en Landsréttur hefði staðfest úrskurð útlendingastofnunar þar um.

Í réttinni kom fram að fólkið hefði dvalist hér á landi í 7 ár og börn hjónanna væru fædd hér á landi.

Hverju sæta svona vinnubrögð?

Hér virðist annaðhvort um að ræða skeytingaleysi eða afglöpp yfirvalda.

Fólk, sem hefur búið óáreitt að mestu á Íslandi um 7 ára skeið og alið upp börn sín hér á landi, hlýtur að eignast búseturétt hérlendis.

Þetta má minnir ótæpilega á það hvernig saklausum gyðingum var rutt úr landi í aðdraganda fyrr heimsstyrjöldina.

Ætla íslenskyfirvöld enn að smeygja ser frá því að læra eitthvað?

´


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband