Vegagjöldin og sérgæskan

Umræðan um vegagjöld er gott dæmi um hrepparíg, sérdrægni Íslendinga og skort á heildaryfirsýn.
Nú þegar ljóst er að afla þarf fjár til nauðsynlegra vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og víðar og lagðar hafa verið fram tillögur um vegatolla næst ekki samstaða. Sunnlendingar þykjast hlunnfarnir. Akurnesingar segjast geta sætt sig við vegagjöld enda séu þeir vanir að hlíta slíkum gjöldum vegna Hvalfjarðargangnanna, en taka þó fram að þeir gleðjist yfir því að hætt verði að innheimta þau innan skamms.
Í raun ættu öll göng á landinu að vera gjaldskyld. Það er t.d. með ólíkindum að menn skuli fara um Héðinsfjarðargöng án þess að greiða gjald fyrir. Og hámark heimskunnar verður að hætta gjaldtöku um Hvalfjarðargöngin þar sem ráðast þarf í gerð annarra gangna innan skamms.
Hvenær skyldu Vestmannaeyingar krefjast þess að fargjöld með Herjólfi heyri sögunni til.


Bloggfærslur 29. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband