Þor er allt sem þarf - Hraðinn og græðgin meginorsök loftslagsbreytinga

Allt of oft heyrist að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Við séum svo fáir og smáir að það muni lítt um þann skepnuskap sem við stundum gagnvart umhverfinu.
Hér eru nokkrar tillögur fólki og stjórnvöldum til umhugsunar:

1. Vilji menn draga úr mengun án þess að skaða hagsmuni sjálfra sín geta þeir hafist handa og dregið úr umferðarhraða.
Hámarkshraða í bæjum mætti færa niður í 30-40 km á klst.

2. Hámarkshraði á þjóðvegum verði ekki meiri en 70 km/klst.

3. Landflutningar með fisk verði aflagðir og siglingum komið á í staðinn.

4. Jarðefnaeldsneyti eins og dísel og bensín verði skattlagt í hlutfalli við eyðslu bifreiða.

5. Hraðað verði sem unnt er fyrirhuguðum orkuskiptum.

6. Dregið verði mjög úr komum skemmtiferðaskipa til landsins.

7. Unnið verði markvisst að því að hamla gegn auknum ferðamannafjölda.

8. Hagvaxtartölur verði endurskoðaðar. Með róttækum aðgerðum eins og þeim se mhér eru lagðar til, hlytist meiri sparnaður en við gerum okkur í fljótu bragði grein fyrir.

9. Farið verði ofan í saumana á því hvernig haga skuli innflutningi vissra tegunda matvæla til landsins.

10. Hafin verði markviss uppbygging vistvæns íbúðahúsnæðis með sjálfbærni í huga.


mbl.is Hafinu stafar hætta af hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband