Mestu heræfingar frá upphafi vega

Nú eru hafnar mestu hernaðaræfingar Rússa á Norðurslóðum frá upphafi vega. Um 300.000 rússneskir hermenn taka þátt í æfingunum auk 3.000 kínverskra hermanna og nokkurra frá Mongólíu. Fjöldi herskipa, flugvéla, skriðdreka og annarra drápstóla hafa verið dregin fram í dagsljósið sem aldrei fyrr.
Pútín og Xi Jinping lögðu áherslu á samstarf ríkja sinna á sviði hernaðar og viðskipta í ræðum sínum þegar ósköpin hófust.
Rússneskur álitsgjafi greindi BBC frá því hvernig samskiptum ríkjanna væri háttað á þessu sviði. Kínverjar kaupa háþróuð vopn af Rússum en sjá þeim um leið fyrir hvers kyns hugbúnaði og tækninýjungum. Hélt hann því fram að þótt kínverska hagkerfið væri margfalt stærra en hið rússneska væru pólitísk áhrif Rússa á alþjóðavettvangi mun meiri.
Í lok samtalsins sagði hann að Bandaríkjaforseti gæti þakkað sér að þessi tvö stórveldi, Rússland og Kína, þjöppuðu sér nú saman vegna þeirrar ógnunar sem þau teldu stafa af Bandaríkjunum.


Bloggfærslur 11. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband