Tvískinnungsháttur Íslenskra stjórnvalda

Tvennt vakti athygli í fréttum BBC í gær. Á sunnudag verður umfjöllun um bankahrunið í tilefni þess að 10 ár eru liðin síðan Guð blessaði Ísland og fréttin frá Brasilíu um að Íslendingar hefðu greitt atkvæði gegn því að stofnað yrði verndarsvæði hvala vvið Suðurskautið.

Íslendingar segjast í orði vera náttúruverndarsinnar, en ætli sú tilheiging nái út fyrir lögsögu landsins?

Hvaða hagsmunir eru í veði sem valda því að íslensk stjórnvöld ákveða að greiða atkvæði gegn tillögunni um verndarsvæðið?

 


mbl.is Tillaga um verndarsvæði felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið miðar í kjarabaráttu fatlaðs fólks

Þótt sitthvað sé gott í fjárlagafrumvarpinu vekur athygli að lítið miðar áfram í kjarabaráttu fatlaðs fólks og  aldraðra. Þannig eru tekjuskerðingar enn svo miklar að öryrkjar veigra sér við að fara út á vinnumarkaðinn.

Öryrkjabandalagið vakti athygli stjórnvalda á þessu ástandi m.a. kringum 1990 þegar séð varð að þáverandi ríkisstjórn hygðist þrengja kost öryrkja með auknum skerðingum. Bandalagið færð rök fyrir því að tekjuskerðingar hlytu að draga enn meira úr atvinnuþátttöku fatlaðra en orðið var.

Hvernig væri að samtök fatlaðra, Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp, beittu sér fyrir aðgerðum á næstunni til að vekja athygli á kjörum sínum. Skal nú enn og aftur minnt á hugmynd sem lögð var fram fyrir um þremur áratugum. Hún er sú að stöðva umferð á föstudegi með fjöldagöngu eftir einni af stofnæðum umferðar í Reykjavík. Farið yyrði hægt yfir svo að fólk með hækjur, í hjólastólum og blint fólk með hvítan staf, gæti tekið þátt í göngunni. "Lífið er barátta," sagði Mao formaður. Það vantar hins vegar baráttugugann í forystu fatlaðra.


mbl.is Segir ekkert gert fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband