Svipirnir í hrauninu - málverkasýning

Sólveig Eggerz Pétursdóttir, listmálari.Þriðjudaginn 25. maí verður opnuð í samkomusal Hrafnistu í Hafnarfirði sýning á nýjum myndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur, listmálara. Verður sýningin opin næstu vikur.

Sólveig er landsþekktur listamaður og hefur haldið fjölda sýninga hérlendis og utanlands, bæði sjálf og með öðrum. Í fyrsta sinn sýndi hún verk sín á samsýningu árið 1949.

Sólveig fékkst framan af einkum við að mála með olíulitum og vatnslitum. Að undanförnu hefur hún lagt olíulitina á hilluna og snúið sér að akríl-litum. Hún varð þekkt víða um lönd fyrir að mála myndir á rekavið, en hún mun hafa orðið fyrst íslenskra listamanna til þess.

Myndirnar á sýningunni eru allar málaðar á síðustu mánuðum. Þótt hendur hennar séu farnar að kreppast og aldurinn segi til sín heldur Sólveig ótrauð áfram og tekst á við nýja tækni og viðfangsefni.

Sólveig verður 85 ára á kosningadaginn, 29. maí nk. Hún hefur það eftir einum dóttursonarsyni sínum að hún sé 29 ára og hyggst halda því áfram.

Á síðunni http://hljod.blog.is er viðtal við Sólveigu þar sem hún greinir frá listsköpun sinni. Eru lesendur þessarar bloggsíðu eindregið hvattir til að kynna sér það.

http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1058919/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband