Hvers vegna? Vegna þess.

Þetta bókarheiti kemur upp í hugann þegar skoðuð eru úrslit sveitarstjórnakosninganna. Umhverfi Alþingis- og sveitarstjórna er gjörólíkt og því erfitt að kveða upp einhvern skapadóm yfir núverandi stjórnmálaflokkum vegna þeirra úrslita sem urðu í einhverjum sveitarfélögum. Sums staðar urðu miklar breytingar en annars staðar stóðu menn í stað. Þó fer ekki hjá því að menn dragi þá ályktun að útreið stjórnarflokkanna hafi verið slæm.

Framsóknarflokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík og sú varð einnig raunin á Seltjarnarnesi. Bæjarmálafélag Seltjarnarness fékk einn fultrúa kjörinn í sveitarstjórn og Samfylkingin annan. Líkur benda til að Bæjarmálafélagið hefði fengið a.m.k. þrjá fulltrúa hefðu Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn ákveðið að halda tryggð við félagið og stuðla áfram að farsælu samstarfi sem ríkt hefur innan félagsins í 20 ár. Framsóknarmenn urðu hins vegar ósáttir vegna úrslita prófkjörs sem efnt var til, heimtuðu meira en efni stóðu til, fóru í sérframboð segar ekki varð orðið við kröfum þeirra og töpuðu stórt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband