Gleðifréttir

Það er vissulega gleðiefni að Alþingi skuli loksins taka af skarið og afnema þann mismun sem ríkt hefur í garð fólks vegna kynhneigðar þess. Ekkert í kristnum boðskap mælir gegn þessari tilhögun. Þeir sem halda öðru fram eru fórnarlömb þess ofstækis sem víða finnst í Gamla testamentinu og er í engu samræmi við þekkingu nútímafólks. Lög þessi verða vonandi til þess að kveða niður fordóma sem ríkt hafa í garð samkynhneigðs fólks.


mbl.is Hjúskaparlög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Eigum við ekki frekar að segja Arnór að nútímafólk þekki ekki kristin boðskap.

Það er ennþá eðlismunur á karli og konu árið 2010 og ég tel það ekki ofstæki að halda því fram. Orðið hjúskapur er dregið af orðinu hjú, sem jú lýsir karli og konu.

Er það ekki þá mismunun að ég sem karlmaður hafi ekki fæðst með brjóst ? Það sem er að gerast í okkar þjóðfélagi er að fólk hefur einfaldlega hafnað hinum ekki bara kristnu gildum, heldur því sem sjálf náttúran kennir.

Kristinn Ásgrímsson, 11.6.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er rétt, Kristinn, að náttúran hefur komið því þannig fyrir að til að geta afkvæmi þurfi karl og konu. náttúran gerir hins vegar ekki þá kröfu að fólk þurfi að vera af gagnstæðu kyni til að elska hvort annað og vilja bindast. hjónaband snýst ekki um getnað og á því ekki að blanda þessu tvennu saman.

Brjánn Guðjónsson, 11.6.2010 kl. 20:09

3 identicon

Þetta er auðvitað sjálfsagt og frábært skref en ég hefði þó vilja sjá þetta fara í gegn með breytingartillögu Sjálfstæðismanna þannig að þetta sé frekar heimild heldur en þvingun. Trúfélag/prestur eiga ekki að þurfa að blessa hjónabönd sem stríða gegn þeirra eigin trú og sannfæringu þó að þau hafi heimild til þess.

Ég held líka að flestir samkynhneigðir hafi einmitt ekki áhuga á því að fá aðila sem er á móti þeirra hjónabandi til þess að sjá um athöfnina.

Geiri (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband