Nýir blaðamenn á Mogganum

Guðbrandur Magnússon, sem var einn af fyrstu prenturum Morgunblaðsins og varð síðar fyrsti ritstjóri Tímans, kaupfélagsstjóri og forstjori Áfengisverlunar ríkisins, fann umm gælunafnið Mogginn eftir því sem hann sagði mér.

Ég hef fylgst með því þegar nýir blaðamenn koma til starfa á Morgunblaðinu og að undanförnu hafa sést á síðum þess nokkur ný nöfn. Þessir nýju menn lofa góðu eins og sagt er. Málfar þeirra virðist allgott og þeir hafa skrifað skemmtilegar fréttaskýringar. Ambögur þeirra eru síst meiri en margra þaulreyndra blaðamanna og er þá undirritaður ekki undanskilinn.

Það er full ástæða til að óska þessu fólki góðs gengis og fagna því sem það gerir vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband