Hækkandi farvegur Skaftár veldur áhyggjum

Í dag var ég á ferð um Skaftárhrepp og hitti ýmsa að máli. Einn viðmælandi greindi frá ýmsum breytingum sem ættu sér nú stað í næsta nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Sagði hann að miklu jökulvatni væri nú veitt í skaftá og hækkaði farvegur hennar stöðugt sem þýðir um leið að hann grynnkar og minna borð verður fyrir báru í Skaftárhlaupum. Greindi hann m.a. frá því að í Skaftárhlaupinu í fyrra hefði hrönnin náð upp á brúarhandriðið.

Þessi viðmælandi taldi ákveðið andvaraleysi ríkja hjá hreppsyfirvöldum og vegagerðinni vegna þessa ástands em væri að skapast. Engar ráðstafanir virtust hafa verið gerðar til þess að bregðast við yfirvofandi flóðum og héldi fram sem horfði færi áin að flæmast um nágrennið eins og áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband