Hvernig þýsk stjórnvöld endurheimta glatað fé

Þessi saga á sér þann formála að ég hef átt í basli með blindraletursskjáinn minn. Vandræðin enduðu þegar tæknimaður Papenmeier-fyrirtækisins tengdi sig inn á vélina hjá mér og áttaði sig á því hvert vandamálið væri. Í framhaldi af því greindi hann mér frá því að viðskiptin gengju nú sem aldrei fyrr en ég svaraði því til að hér mætti ýmislegt ganga betur. Komumst við að þeirri niðurstöðu að útrásarvíkingarnir hefðu verið verri en verstu sjóræningjar.

Hann sagði að Þjóðverjar hefðu fundið lausnina á því hvernig hægt væri að endurheimta glataða fjármuni. Þýska stjórnin eyðir nú milljörðum Evra til þess að aðstoða bankana. Bankarnir brenna hins vegar peningana. Nú hefur verið settur á hár umhverfisskattur í Þýskalandi til þess að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum. Því meiri peningum sem bankarnir brenna því meiri umhverfisskattar. Þannig fær ríkið fjármunina aftur.

Þýsk fyndni er óborganleg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband