Tölvupóstur í farsímum

Tækni- og leikfangadeildin á Tjarnarbóli 14, hefur verið iðin við konann undanfarna daga og gengið í skrokk á farsíma þeim sem aflað var fyrir um mánuði. Eins og lesendum er kunnugt er forritið Mobile Speak, sem framleitt er á Spáni, notað til samskipta við símann. Komið hefur í ljós að allt of margt, sem tengist Nokia, er ekki aðgengilegt til fulls. Má þar nefna GPS, tölvupóst, útvarpið í símanum sem forritið truflar o.s.frv.

Í gær fór ég inn á heimasíðu Codefactory til þess að forvitnast nánar um farsímann og komst þá að því að þjónusta sem finna má á síðunni http://emoze.com e mjög aðgengileg og Mobile Speak les þar allt sem máli skiptir.

Þegar emoze-forritið er halað niður tilkynnir síminn að það hafi vrið vistað í skráasafninu My downloads og býður mönnum að opna möppuna. Rétt er að þekkjast þetta boð og síðan gengur uppsetningin eðlilega fyrir sig. Eindregið er mælt með að notendur setji síðan upp forritið handvirkt en ekki með sjálfvirkum hætti.

Áður en emoze-forritið er sett upp verða menn að hafa tiltækar upplýsingar um póstþjóninn eins og þegar póstur er settur upp á tölvu. En þessi uppsetning er þó mun einfaldari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband