Verður Ögmundur kærður fyrir mannréttindabrot?

Því hefur heyrst fleygt að hópur fólks innan Blindrafélagsins íugi nú að kæra landskjörstjórn eða dómsmálaráðherra fyrir mannréttindabrot. Telja forsvarsmenn hópsins brotið á blindu og sjónskertu fólki með því að meina því að kjósa í einrúmi, en gert er ráð fyrir að fólk hafi með sér aðstoðarmann að eigin vali og að fulltrúi kjörstjórnar verði viðstaddur. Þar með telja forsvarsmenn hópsins að hvorki sé kosningin leynileg né fari fram í einrúmi. Vitað er að Bergvin Oddsson, félagsmaður í Blindrafélaginu, er á meðal þeirra sem hyggjast leggja fram kæruna, en hann er í framboði til stjórnlagaþings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband