Aðgát skal höfð

Birgitta Jónsdóttir svaraði fyrir sig með fáheyrðum hætti á Alþingi og fáheyrðum.

Þegar ýjað er að glæpsamlegu athæfi fólks sem er í viðkvæmri stöðu seytlar orðrómurinn inn um ýmsar gáttir. Þetta máttu fyrrum formaður og Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands og fjölskylda hans þola fyrir 5 árum. Þessi áburður barst jafnvel inn í atvinnuviðtöl og hefur e.t.v. valdið því að enn hefur þessi einstaklingur ekki fengið fast starf.

Alþingismenn hljóta að gæta tungu sinnar áður en vegið er að mannorði samþingsmanna. Slíkur áburður jaðrar við mannorðsmorð!


mbl.is Birgitta flutti ljóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þetta hefði Ólafur Ragnar Grímsson mátt heyra frá þér hér áðurfyrr þegar hann sagði, úr ræðustól hins háa Alþingis, starfsbróður sinn hafa "skítlegt eðli". 

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 20.1.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband