Farsímavefur mbl.is fær verðskulduð verðlaun

 

Um helgina var Farsímavefur Morgunblaðsins,http://m.mbl.is/ verðlaunaður á vefsýningu sem haldin var í Smáralind. Er mbl.is óskað til hamingju með verðlaunin.

Morgunblaðið hefur lengi verið í fararboddi þeirra fjölmiðla sem gert hafa aðgengilega vefi á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands veitti Morgunblaðinu aðgengisverðlaun árið 2003, en blaðið hóf þegar á 10. áratug síðustu aldar að gera efni þess aðgengilegt blindum tölvunotendum. Til gamans má þess geta að fyrstu þreifingar um aðgang blindra að Morgunblaðinu fóru fram sumarið 1984, en þá veltu starfsmenn Blindrabókasafns Íslands því fyrir sér hvort festa ætti kaup á blindraletursprentvél af tegundinni Braillo 270. Í samræðum mínum við Jan Christophersen, forstjóra Braillo, kom fram  að norskt textavinnslukerfi, sem Morgunblaðið notaði, hentaði ágætlega til þess að framleiða efni með blindraletri. Morgunblaðið sá  sér ekki fært að taka þátt í slíkri tilraun, enda notendahópurinn örfámennur um þær mundir. Hugsanlega hefði lestur efnis á blindraletri tekið nokkurn kipp ef farið hefði verið að prenta valið efni úr Morgunblaðinu um þetta leyti. En Blndrafélagið hafði þá þegar hafið útgáfu hljóðtímarits og hafa vafalaust ýmsir félagsmenn þess talið að eftirspurn eftir blaðaefni væri þannig fullnægt.

Fréttina um verðlaunin er á þessari vefslóð

 

 http://mbl.is/frettir/taekni/2011/03/15/farsimavefur_mbl_is_verdlaunadur/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband