Eftirvæntingin vex

Að undanförnu hafa Ríkisútvarpið, Morgunblaðið og aðrir fjömiðlar byggt upp mikla eftirvæntingu hjá tónlistarunnendum vegna Hörpu, en þar verða fyrstu tónleikarnir haldnir í kvöld. Þeim sem hafa verið áskrifendur árum saman að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, gefst kostur á að vera viðstaddir tónleikana.

Lísa Pálsdóttir gerði ýmsu skemmtileg skil í þætti sínum Flakki á rás eitt síðastliðinn laugardag. Í gær var skemmtileg grein eftir gísla Baldur Gíslason í Morgunblaðinu og enn kveður við sama tón hjá Karli Blöndal í blaðinu í dag. Það hríslast sælukennd um allan líkamann við lestur viðtalanna og þau orð sem viðmælendur láta falla.

Eftirvæntingin er mikil. Því meira sem ég heyri og les verður tilhlökkunin meiri. Það er unaðsleg tilfinning að geta hlakkað til eins og barn sem hlakkar til jólanna eða afmælis síns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband