Unaðsstund með Kiri Te Kanawa

Í kvöld hélt Kiri Te Kanawa, hinn heimsþekkta óperusöngkona, tónleika i Eldborgarsal Hörpu. Svo til hvert sæti var skipað og andrúmsloftið rafmagnað.

Það var hrein unun að hlýða söng hennar. Þessi 66 ára gamla söngkona heldur ótrúlega vel fegurð raddarinnar, einkum á efri hluta tónsviðsins. Hún hreif áheyrendur með sér í einstakri túlkun sinni á óperuaríum og einsöngslögum. Að lokum tók hún fjögur aukalög og var hið síðasta þeirra úr myndinni "Sveitin mili sanda", hin vinsæla vókalísa Magnúsar Blöndals Jóhannssonar.

Við hjónin sátum á svölunum ofan við sviðið. Söngkonan vék sér einu sinni að okkur áheyrendunum þar og söng sérstaklega fyrir okkur.

Samhæfing söngkonunnar og píanóleikarans var einstök og val tónlistarinnar hæfði þeim vel. Í því efni er vísað á vefsíðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Hugurinn fyllist þakklæti og aðdáun yfir hinu einstæða þreki sem þessi mikilhæfa söngkona býr yfir. Megi hún veita tónleikagestum yndi sem lengst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband