Hvers eiga aldrađir ađ gjalda?

Ţví verđur vart á móti mćlt, ađ fatlađ fólk hefur ţađ nú ađ mörgu leyti betra, ţrátt fyrir ýmsa óáran í ţjóđfélaginu, en á tímum ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks, sem var of lengi viđ völd. Ţrátt fyrir allt hefur tekist ađ verja ţennan lágtekjuhóp áföllum og skattheimtan er ekki jafnskefjalaus og áđur.

Ţađ skýtur hins vegar skökku viđ, hvernig fariđ er međ aldrađa. Ţar skerđast lífeyrisgreiđslur frá almannatryggingum hjá flestum vegna hverar krónu, sem kemur úr lífeyrissjóđum. Ţrátt fyrir ókosti ríkisstjórnarinnar, sem nefnd varhér áđan, datt mönnum ekki ţetta í hug.

Landssamtök aldrađra hafa ítrekađ mótmćlt ţessum órétti. En fleiri mótmćla. Hestamenn mótmćla of háum fasteignargjöldum á hesthús og hyggjast jafnvel efna til hópreiđar um stofnbrautir Reykjavíkur og hefta ţannig umferđ. Vel gćti ég trúađ ađ til slíkra mótmćla yrđi efnt.

Fyrir 25 árum vildu samtökin Frjálsir vegfarendur efna til svipađra mótmćla gangandi og hjólandi vegfarenda og virtist nokkur hugur í mönnum. Voru menn sammála ađ ađstađa gangandi fólks vćri slćm í Reykjavík og verst fyrir ţá, sem ferđuđust um í hjólastól. Var ţví ákveđiđ ađ leita eftir ţátttöku Sjálfsbjargar, landsambands fatlađra, í ađgerđinni. En Sjálfsbjörg ţorđi ekki. Blindrafélagiđ var reiđubúiđ, en ţađ ţótti ekki nćgilega fjölmennt.

Nú ţurfa samtök aldrađra ađ sýna kjark og efna til rćkilegra mótmćla vegna skertra kjara. Friđsöm mótmćli er hćgt ađ hafa í frammi ţannig ađ athygli veki. Hér á ţessum síđum verđur ekki lagt á ráđin um ţađ, hvernig stađiđ skuli ađ slíkum mótmćlum, en hugmyndinni er eigi ađ síđur komiđ á framfćri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband