Hæstiréttur á réttri leið

Nauðsynlegt er að aflétta ofurtollum af hljóðritunar- og
hljómflutningstækjum. Á það hefur verið bent á þessum síðum að blindu fólki
sé mismunað. Sé keypt sérhannað afspilunartæki fyrir hljóðbækur sem
einnig er hægt að hljóðrita með, er tækið flokkað í ofurflokki og hið sama
gildir, ef hljóðritunarbúnaðinn vantar. Ef myndavél væri í tækinu gegndi allt
öðrru máli. Þá bæri tækið enga tolla, einungis virðisaukaskatt. Þessir
ofurtollar eru lagðir á þótt þessi sérhönnuðu "hljóðbókatæki" séu margfalt
dýrari en vejuleg tæki sem ætluð eru handa almenningi. Þá er það sjálfsögð
krafa á þessari samskipta- og tölvuöld, að hlustun sé ekki skattlögð með
þessum hætti.
Nokkur hópur fólks hér á landi á mikilla hagsmuna að gæta vegna ofurtolla á
hljóðritum. Hvergi á byggðu bóli í hinum vestræna heimi eru þeir ofurtollaðir
nema hér á landi. Nýlega tókst Tónastöðinni að fá ofurtolla á Zoom-
hljóðritumm fellda niður, þar sem fyrst og fremst væri um tæki að ræða, sem
tengjast kvikmyndavélum. En hvers eiga þá þeir að gjalda sem eingöngu
vinna með hljóð?
Nú þurfa stjórnvöld að taka á honum stóra sínum og aflétta þessari
mismunun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Arnþór. Það er svo sannarlega nauðsynlegt að taka tillit til allra, og koma í veg fyrir mismunun í þessu fámenna samfélagi á Íslandi. Mismunun er rót alls ills.

Það verður að hlusta á reynslu þeirra sem mæta óréttlæti og mismunun, til að átta sig á staðreyndum og þörfum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 11:26

2 Smámynd: Gylfi Gylfason

Við verðum að átta okkur á að þessi gjöld eru tilkomin að undirlagi STEFS sem virðist á einhverju tímabili hafa átt mjög auðvelt með skúbba sínu bulli. Í raun má líkja þeim við ofstækissamtök en ég verð t.d. að borga 17-18 þús á ári til að geta hlustað á útvarpið í búðinni minni.

Gjöld á DVD diskum er 50 kr. pr. stk. eða 5000 kall fyrir 100 stk. spindil sem bætist við innkaupsverðið sem er frekar lágt.  Á almenna CD diska leggst 15 kr. á pr. stk.  Og niðurstöðuna sjáum við í öllum íslenskum verslunum þar sem STEF hirðir aur af blásaklausu fólki sem er ekki að gera neitt annað en að taka backup af myndunum sínum.

Það þarf að byrja á að stoppa STEFmafíuna, eftir það gætum við hugsanlega vænst smá sanngirni í aðflutningsgjöldum á afritunarlausnum hverskonar.

Gylfi Gylfason, 11.8.2012 kl. 20:54

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Takk Arnþór.
Orð í tíma töluð og sá tími löngu kominn að eitthvað gerist í þessum málum.

Ég vona að Pfaff menn geti notfært sé árangur Tónastöðvarinnar.

Magnús Bergsson, 11.8.2012 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband