Forstjóramálið varð Guðbjarti að falli

Flestir töldu að bitamunur en ekki fjár væri á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Þegar ljóst varð að þeir yrðu báðir í framboði til formanns Samfylkingarinnar varð fljótlega ljóst að Guðbjartur ætti undir högg að sækja vegna þess ófremdarástands sem skapaðist á Landsspítalanum eftir að laun forstjórans voru hækkuð í haust. Þótt hækkunin væri afturkölluð hefur það ekki dugað og enn eiga menn eftir að bíta úr nálinni vegna þessara mistaka ráðherrans. Sumir Samfylkingarmenn hafa reyndar talið að Guðbjartur hefði átt að sjá sóma sinn í að segja af sér sem ráðherra - ástæðan væri alvarleg afglöp í starfi.


mbl.is Árni kosinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband