Spjaldtölvutímarit - einangrun eða umbylting?

Í Morgunblaðinu í dag var frétt um nýtt tímarit, Skástrik, sem hefur göngu sína í næsta mánuði. Verður það með fréttaskýringum af erlendum og innlendum vettvangi. Markhópur tímaritsins verða eigendur spjaldtölva og lesbretta. Áður hefur útgáfa Kjarnans verið boðuð, , sem einnig er ætlaður sama markhópi. verði
Verði Kindils- og EPUB-viðmótið valið ættu tímaritið að verða aðgengileg öllum.
Fréttablaðið hefur að undanförnu auglýst smáforrit fyrir spjaldtölvur og farsíma og á mbl.is er slíkt forrit einnig auglýst.
Aðgengi þessara forrita var athugað í dag. Fréttablaðsforritið reyndist óaðgengilegt og hið sama var að mestu leyti upp á teningnum með Morgunblaðsforritið. Unnt reyntist að hala niður blaðinu í dag, en undirritaður fékk lánaða áskrift að Android-hlutanum á meðan á prófunum stóð. Morgunblaðsforritið halar niður pdf-útgáfu blaðsins að sögn Snorra Guðjónssonar, tölvumanns hjá blaðinu og gera má ráð fyrir hinu sama hjá Fréttablaðinu. Gallinn er sá að blindir eða sjónskertir lesendur geta ekki valið hvaða skjálesari er nýttur.
Þau smáforrit, sem gefin hafa verið út fyrir íslenskan markað að undanförnu, valda nokkrum áhyggjum. Svo virðist sem aðgengisþátturinn hafi gleymst. Áður hefur verið minnst á Strætó-forritið á þessum síðum sem er algerlega óaðgengilegt.
Morgunblaðið hefur verið í forystu fjölmiðla um aðgengi í rúman áratug og er vefsíða þess á meðal aðgengilegustu fjölmiðlasíðna heims. Hið sama verður vart sagt um Fréttablaðið. Það er með ólíkindum að þeir 365-miðla menn setji ekki fyrirsagnir eða krækjur á einstaka hluta og greinar blaðsins eins og Morgunblaðið gerir á auðlesna hluta blaðsins, samanber http://www.mbl.is/mm/greinilegur/mogginn/bladid/?dagur=0.
Í þeirri byltingu, sem nú er framundan í fjölmiðlun hér á landi, ríður á að Blindrafélagið og Öryrkjabandalag Íslands haldi vöku sinni. Hið sama á við um útgáfu rafbóka og námsefnis. Verði ekki vakin athygli á þörfum blindra og sjónskertra fyrir aðgengileg smáforrit, getur farið illa og einangrunin aukist að mun.
Íslenskir forritarar eru hugmyndaríkir og snjallir. Hafi þeir aðgengi í huga frá upphafi er betur af stað farið en heima setið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Algerlega sammála þér með aðgengismálin.

Sæmundur Bjarnason, 23.7.2013 kl. 23:39

2 identicon

Aðgengismál eru mikilvæg og við á Skástriki leggjum upp úr því að hægt sé að skoða blaðið í þeim tækjum sem áskrifendur velja sér. Auk þess að vera með sérstakt snjallforrit fyrir iOS- og Android-tæki verðum við með heimasíðu sem hægt er að skoða í venjulegum vafra. Þar verður efni blaðsins birt í textaformi (ekki PDF). Við bjóðum líka upp á ePub og Mobi útgáfu af hverri umfjöllun fyrir lesbretti og hljóðskrár fyrir þá sem vilja. Við munum líka taka vel í allar ábendingar um hvernig bæta megi aðgengismál þegar útgáfan er hafin. Kveðja, Aðalsteinn hjá Skástriki.

Aðalsteinn Kjartansson (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband