Staðfesta í stað óheilinda og hringlandaháttar

Þingsályktunartillagan um umsóknarslit verður að teljast rökrétt framhald þeirrar staðreyndar að stjórnarflokkarinir eru báðir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var óráð af Samfylkingunni að neyða umsókninni upp á vinstri græna og enn verra að Vinstri grænir skyldu slá af kröfum og eitra um leið andrúmsloftið innan flokksins og samstarfið í ríkisstjórninni. Hjaðningarvíbin og illdeilurnar innan stjórnarinnar urðu til þess að vinstri stjórnin kom ekki ýmsum þjóðþrifamálum fram fyrir vikið.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, hafði orð á því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að sér fyndist þessi tillaga bera vott um ofbeldi því að þjóðin ætti að ráða. Meirihluti þjóðarinnar kaus þessa ríkisstjórn sem nú situr og þar við situr. Á meðan ekki fást reyndar aðrar aðferðir við að taka ákvarðanir, en tíðkast á Alþingi, er jafnan hætt við að meirihlutinn beiti minnihluta einhvers konar ofbeldi og það er þjóðarinnar að ákveða hverjir það verða hverju sinni.

Hvor um sig, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Benediktsson hafa verið sjálfum sér samkvæmir í Evrópusambandsmálinu og fátt getur komið í veg fyrir að þingsályktunartillagan verði samþykkt. Í áður nefndri útvarpsfrétt talaði Guðmundur Steingrímsson um að Íslendingar mættu ekki sýna hringlandahátt á alþjóðavettvangi með því að draga umsóknina til baka í stað þess að fresta henni. Því er spurt: Hvað telst hringlandaháttur?


mbl.is Á ekki að koma neinum á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband