Æðibunugangur ríkisstjórnarinnar

Nú rífast menn sem aldrei fyrr um hvort sækja eigi um aðild að EES. Það er deginum ljósara að ekki er hægt að halda umsóknarferlinu áfram á meðan situr ríkisstjórn sem hefur þeim meirihluta á að skipa á Alþingi, sem vill ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta er nú einu sinni þingræðið.

Ríkisstjórnin hefði samt sem áður ekki þurft að fara fram með slíkum æðibunuhætti sem raun ber vitni. Vitlegra hefði verið að fara sér hægar og leggja fram þingsályktunartillöguna með hefðbundnum hætti.

Þeir sem aðhyllast áframhaladandi umsóknarferli hafa valið andstæðingum sínum ýmis orð og telja að nú séu Íslendingar fyrst orðnir ómarktækir á alþjóða vettvangi. en Samfylkingin sá til þess í síðustu ríkisstjórn að Íslendingar urðu marklausir, þar sem fullvíst var að ríkisstjórnin var ekki samstíga í málinu og annar stjórnarflokkurinn lét til leiðast að halda í umsóknarleiðangur til þess að fá sæti í ríkisstjórninni.

Þá eru yfirlýsingar Evrópusinna um hagstjórnina og EES undarlegar. Ýmislegt þarf að gerast hér á landi áður en íslenskt efnahagskerfi getur lotið lögmálum EES og þetta vita þeir, sem vita vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband