Eru annarlegar hvatir að baki mótmælanna við Austurvöll?

Í dag hafa verið fluttar fréttir af ýmsum þáttum þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar og má vart á milli sjá hvað satt reynist í málflutningi stuðningsmanna og andstæðinga. Ýmsir þingmenn, sem skortir hæfileika til þess að tala af hjartans lítillæti, hafa brigslað utanríkisráðherra um að hafa samið plaggið og eru "fingraför" hans sögð auðþekkt. Þegar þingsályktunartillagan er lesin kemur í ljós að orðfærið er sums staðar ekki mjög formlegt. Hið sama má segja um ýmsar tillögur sem ónefndir fulltrúar ónefndra flokka hafa lagt fram á Alþingi á undanförnum árum. En fátt virðist um eiginlegar rökvillur.

Það er einkennilegt að fólk safnist nú saman á Austurvelli til þess að mótmæla því að ekki séu greidd atkvæði um eitthvað sem er óframkvæmanlegt að ráða fram úr. Einnig er undarlegt að stjórnin skyldi ana svona áfram með þingsályktunartillöguna og hleypa stjórnarandstöðunni í uppnám. Það er eins og allt verði Alþingi til álitshnekkis og þingmenn virðast lítið læra. Í dag var hringt til mín frá einu ríki Evrópusambandsins og ég spurður hvort Íslendingar væru gengnir af göflunum. EES væri að þróast í áttina að lögregluríki og vildu menn vita hvernig færi fyrir smáþjóðum í vanda innan þess skyldu menn hafa örlög Grikkja til hliðsjónar.

Það er undarlegt til þess að hugsa að mótmælin vegna tillögunnar skuli nú standa um svipað leyti og mótmælin í Kænugarði hafa fjarað út. Sú hugsun læðist að mönnum hvort öfl, hliðholl Evrópusambandinu, séu hér að verki á báðum stöðum. Alþekkt er að erlend ríki, sem seilast vilja til áhrifa, beita ýmsum brögðum til þess og er þar Evrópusambandið vart undanskilið. Helstu sérfæðingar í slíkri aðferðafræði eru Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn. Það skyldi þó ekki vera að leyniskytturnar í Kænugarði væru á vegum slíkra afla og tilgangurinn hafi verið að auka andstöðuna við Rússa?

Áður en menn halda áfram að mótmæla því sem í raun er þegar orðið, eru þeir hvattir til að kynna sér þingsályktunartillöguna. Hlekkur á hana er hér fyrir neðan. http://www.althingi.is/altext/143/s/0635.html


mbl.is Mótmælunum á Austurvelli lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Aðeins að benda á að við sem erum  að mótmæla að til standi að afturkalla umsókn um aðild að ESB án þess að við fáum að segja nokkuð um það. Hefðum flest sýnt því skilning að aðildarviðræður væru settar í frost á meðan að núverandi stjórnvöld ráða.  Samanber Sviss sem hefur verið með sína umsókn í frosti í 30 ár en aldrei slitið viðræðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2014 kl. 20:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var allavega smölun í gangi og storfyrirtæki hlynnt aðild gáfu mönnum frí á launum með því skilyrði að fara að mótmæla.

Mugæsingin var augljos í flestum fjölmiðlum og allt tínt til, logði og skrumkælt til að æsa mannskapinn.

Það voru þó ekki margir sem mættu og stóðu stutt við. Í dag voru mótmæli annars tilefnis, en það eignuðu esbsinnar sér. Sú samkunda stóð þó ekki lengi heldur og heldur færri mættu.

Mönnum er greinilega ekki eins leitt og þeir láta. Víst er þó að ESB hefur fylgst með og jafnvel látið eitthvað af hendi rakna. ar á bæ eru menn þó löngu orðnir uppgefnir á ruglinu í Össuri og co. Og vita eins og flestir Islendinga að af inngöngu kemur aldrei þegar skilyrðin eru ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með "öfl hliðholl Evrópusambandinu" er þá verið að meina Samfylkinguna eða dótturfélag hennar Já Ísland sem er rekið á annari kennitölu svo hún geti tekið við styrkjum frá erlendum aðilum (lesist Evrópusambandinu)?

Magnús Helgi: Hvar voruð þið þegar sótt var um aðild án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu? Ég man ekki eftir að hafa séð ykkur á Austurvelli þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 00:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Guðmundur enda helgar tilgangurinn meðalið hjá þessu fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 11:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þar á ofan er þetta að mestu fólkið sem vildi greiða Icesaveskuldina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2014 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband