Baldursbrá Gunnsteins og Böðvars - frábært listaverk

Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður vafalítið verðlaunasýning ársins 2015, verði hún sett á svið.

Verkið var frumflutt í Siglufjarðarkirkju 5. þessa mánaðar og flutt í Langholtskirkju í kvöld fyrir fullu húsi áheyrenda. Gunnsteinn stýrði flutningnum og stjórnaði 15 manna kammersveit, fjórum einsöngvurum og 8 börnum, sem léku yrðlinga. Texti Böðvars vakti aðdáun og gleði fólks.

Hið sama var um tónlist Gunnsteins sem leitaði víða fanga, allt frá íslenskum stemmum suður og austur til slavneskra dansa. Útsetningarnar voru einstaklega vel gerðar og margt undur fallegt á að hlýða, enda móttökurnar í samræmi við gæðin.

Öllum aðstandendum er hjartanlega óskað til hamingju með þessa tónleika og vafalaust hlakka margir foreldrar, afar og ömmur til þess að gleðja börn og barnabörn með væntanlegri óperusýningu.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband