Skrá EES-ríki skip sín undir sjóræningjafánum?

Það hefur löngum vakið furðu manna að íslensk skip skuli ekki skráð hér á landi.

Árið 1999 var útvarpað þættinum Vinnuslys á sjó. Í lok þáttarins var rætt við Guðmund Hallvarðsson, þingmann og sægarp. Hafði hann stór orð um nauðsyn þess að íslensk skip yrðu skráð hér á landi. Nú er við völd ríkisstjórn sem vill gera sem flest fyrir atvinnuveitendur. Hefur komið til tals að breyta umhverfi hérlendis í þá átt að laða íslensk kaupskip hingað til skráningar?

Er eitthvað sem sjómenn hafa á móti því?

Æ fleiri sjá það nú í hendi sér hversu skaðlegur EES-samningurinn hefur verið að mörgu leyti. Það er afleitt að leið tvíhliða samninga skyldi ekki hafa verið farin á sínum tíma.


mbl.is Vilja skrá skipin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þeir hefðu einhvern áhuga á því að skrá skipin á Íslandi myndu þeir gera þaðEn að halda því fram að þeir geti það ekki er alveg fráleitt, þeir vilja bara ekki fara eftir kjarasamningum, mönnunarreglum, öryggiskröfum og fleiru sem gildir í landinu. Það eru EINGÖNGU gróðasjónarmið sem ráða þarna ferðinni.............

Jóhann Elíasson, 20.8.2014 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband