Opinber skaðvaldur fer sínu fram

Kjararáð er tímaskekkja án sambands við þjóðfélagið.
Alþingi brást í haust þegar vinda þurfti ofan af afturvirkum hækkunum þingmanna og annarra gæludýra hins opinbera.
Samkvæmt skilningi Alþingis um afturvirka framkvæmd laga eru nýjustu hækkanir ráðsins ólöglegar. Ekki mátti hækka bætur öryrkja og aldraðra afturvirkt þótt þáverandi ríkisstjórn hafi ákveðið að rifta gerðu samkomulagi.
Kjararáð virðist vera á sama stalli og fjárlög. Kjararáð skaðar heildarhagsmuni íslensks samfélag og kemur í veg fyrir að samkomulag geti náðst um stöðugleika hér á landi.
Forseti Íslands brást rétt við í haust en alþingismenn allra flokka féllu á prófinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband