Rafbílavæðingin og hraðhleðslustöðvar

Rafbílavæðingin er nú hafin á Íslandi fyrir alvöru. Hraðhleðslustöðvum fjölgar óðum og menn geta nú farið allvíða án þess að eiga á hættu að verða rafmagnslausir.
Stöðvar hafa verið settar upp á suðurnesjum (Keflavík og Garði), í Hafnarfirði og allnokkrar í Reykjavík. Ekki hef ég frétt af neinni í Kópavogi.
Þá eru komnar stöðvar í Þorlákshöfn, Selfossi, Flúðum, við Apavatn og unnið er að uppsetningu víðar á landinu. Virðist sem hringnum verði að mestu eða öllu lokað jafnvel í haust.
Á vesturlandi eru stöðvar á Akranesi, í borgarnesi, Stykkishólmi og Ólafsvík, á Vestfjörðum a.m.k. á Patreksfirði, Ísafirði og Súðavík og fyrir norðan  við Staðarskála, á Hólmavík, Blönduósi, Varmahlíð og Sauðárkróki. Þá er stöð norðar í Skagafirðinum og á Siglufirði.
Við Varmahlíð er stöð og þrjár á akureyri, ef ég man rétt og á Austurlandi er komin stöð á Egilsstöðum. Sagnir herma að innan skamms komi síðan önnur á Reyðarfirði.
Flestir nota smáforritið plugshare til þess að skoða hvar stöðvarnar eru.

Við hjónin höfum farið þrjár ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið á rafurreið okkar - norður á Hvammstanga, vestur eftir endilöngu Snæfellsnesi og austur í Skálholt. Rafhleðsla bifreiðarinnar dugði ágætlega en nokkrum sinnum þurftum við að bíða eftir rafhleðslu.
Það er nokkur ókostur að hraðhleðslustöðvarnar geta eingöngu hlaðið einn bíl í senn, en úr því hlýtur að verða bætt eftir því sem rafbílavæðingunni fleygir fram.
Rafbílar eru einstaklega góður kostur til innanbæjaraksturs. Sem dæmi um dæmi gerða notkun eftirlaunaþega hlöðum við hlaðið einu sinni til tvisvar í viku.
Allmargar tegundir rafbíla eru nú í boði hér á landi og flestar þeirra á viðráðanlegu verði sem henta flestum hópum fólks.
Hægt er að hlaða flestar tegundir þeirra í venjulegri 10 ampera innstungu, en sú aðferð tekur nokkurn tíma ef lítið er á rafhlöðunni. Einnig eru til heimahleðslustöðvar en allmargir nota einungis venjulegar innstungur til að hlaða rafbílinn.
Þegar er farið að hugsa fyrir hleðstustöðvum fyrir fjölbýlishús. Verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á næstu árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé rafbílavæðingin hafin á Íslandi fyrir alvöru þá er full ástæða fyrir stjórnvöld að afnema undanþágur og hefja gjaldtöku eins og af öðrum ökutækjum. Það verður ekki þannig í framtíðinni að almennir skattgreiðendur standi undir þeim kostnaði sem bíleigendur greiða nú. Leggja þarf tolla, vegagjöld og skatta á rafmagnsbíla til að standa undir vegagerð og viðhaldi. Engin haldbær rök eru fyrir undanþágum lengur.

Jós.T. (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband