Ásmundur fer ekki að tilmælum Alþingis

Björn Levi, þingmaður Pírata á Alþingi, fékk svör við spurningum um akstur þingmanna.
Eftirtektarvert var að sá, sem ók lengst, náði 48.000 km á ári. Það skal tekið fram að ég þekki einstakling sem nær slíkum kílómetrafjölda, en hann vinnur við ákveðna tegund aksturs og býr rúmlega 50 km frá miðborg Reykjavíkur.
Ásmundur Friðriksson hljóp fram á völlinn og greindi frá því að hann væri methafi aksturspeninga þetta árið og fékk fyrir það 385.000 kr. á mánuði. Sagði hann allt samkvæmt reglum og akstursbók.
Í pistli Björns Levi sem birtist í morgunblaðinu segir m.a.:
"Alþingi hefur nefnilega tekið upp á því á undanförnum árum að fá þingmenn til þess að vera frekar á bílaleigubílum. Í svari við annarri fyrirspurn frá mér kemur til dæmis fram að þegar þingmenn Norðvesturkjördæmis skiptu frá akstursdagbókum yfir á bílaleigubíla lækkaði kostnaður samkvæmt akstursdagbók um 10 milljónir á ári og kostnaður við bílaleigubíla hækkaði um 4 milljónir. Það var sem sagt 6 milljón króna sparnaður af því að þingmenn notuðu bílaleigubíla í stað eigin bíls og akstursdagbókar."
Nú er það deginum ljósara að Ásmundur fær greiddan kostnað vegna aksturs á milli þings og heimilis og fleir sposlur fær hann auk þingfararkaups.
Þrátt fyrir meintan heiðarleika Ásmundar læðist að sumum sá ónotagrunur að nokkur græðgi búi þar undir.
Fjórar milljónir á ári - og hversu margar þau ár sem hann hefur á þingi?
Þessar milljónir getur hann, ef vilji er fyrir hendi, notað til þess að endurnýja bifreið sína og veitir sjálfsagt ekki af vegna þessa mikla aksturs.
Er það þess vegna að Ásmundur vill ekki fara að tilmælum Alþingis um að nýta fremur bílaleigubíla eða önnur úrræði sem bjóðast?
Það virðast fleiri en dómsmálaráðherra úr þingliði "soðningaríhaldsins" eins og Oddsteinn Friðriksson orðaði það,  sem þurfa athugunar við. Réttast væri að gera öll fjármál þingmanna opinber í stað þess að þráast við eins og Alþingi hefur ákveðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband