Ennþá gleymist upplýsingaaðgengið

Íslendingar eru iðnir við að búa til smáforrit (öpp) fyrir farsíma sem eiga að létta fólki lísbaráttuna.
Því miður er sjaldan hugað að aðgengi þeirra sem eru blindir eða sjónskertir og þurfa að nota talgervil eða blindraletur. Ég nefni sem dæmi fyrirtækið Stokk, en í flestu forritum fyrirtækisins eru einhverjir aðgengiságallar og sum forritin eru aðlerlega óaðgengileg.
Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að Reiknistofa bankanna sé að senda frá sér smáforritið Kvit sem fólk getut notað til að greiða fyrir vörur og þýðir lægri millifærslugjöld.
Ég hafði samband við Reiknistofu bankanna fyrir ári þegar fjallað var í fyrsta sinn um þessar áætlanir og spurði um aðgengi. Þar á bæ höfðu menn ekki hugsað fyrir því en hétu að athuga það.
Í morgun spurðist Blindrafélagið fyrir um aðgengið í þessu nýja smáforriti.
Í svarinu stóð að áætlanir gerðu ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt en það væri "backlog hjá okkur" - samkvæmt ensk-íslenskri orðabók óafgreitt verkefni.
Mér er spurn:
Þetta smáforrit hefur verið í prófun í hálft ár. Hvers vegna var ekki gert ráð fyrir aðgengi fyrr?
Ég legg til að fjölmiðlar kanni málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband