Rjómaís, ísrjómi og ískrem

Í dag birti Morgunblaðið dálitla samantekt um rjómaís á Íslandi. Ekki er vitað til að ritað hafi verið um sögu ísáts á Íslandi, en það er fullástæða til að fylgja þessu máli eitthvað eftir.

Í greininni er sagt að sögusagnir séu um að framleiddur hafi verið ís eða ísblanda á Korpúlfsstaðabúinu sem seld hafi verið í verslanir í Reykjavík og var þetta haft eftir ónefndum heimildarmanni. Leiða má líkur að því að þetta geti verið rétt enda voru danskir mjólkurfræðingar ráðgjafar um uppsetningu mjólkurframleiðslunnar og höfðu umsjón með framliðslu búsins, en ísgerð þróaðist einmitt í kringum mjólkuriðnaðinn í Danmörrku og fleiri löndum.

Í ágætri bók Birgis Sigurðssonar um Korpúlfsstaði sem kom út árið 1994, er greint frá tækjakosti mjólkurbúsins, m.a. á bls. 108-109. Í bókinni er sérstaklega getið um tæki til ískremgerðar en jafnframt sagt að ekki sé vitað til þess að það hafi nokkru sinni verið framleitt á Korpúlsstaðabúinu.

Það væri full ástæða til þess að einhver legðist í frekari rannsóknir á sögu íssins hér á landi og græfi upp heimildir um mjólkur- eða rjómaís á fyrri tíð. Ís er orðinn óaðskiljanlegur hluti íslenskrar matarmenningar og á það einkar vel við enda búum vér á Íslandi, erum Íslendingar og ísætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband