Íslendingar eru bestir

Það hefur verið heldur óskemmtilegt að fylgjast með umræðunni undanfarna daga. Svo virðist sem mikil umbrot eigi sér nú stað á íslenska fjármálamarkaðinum og hver reyni að bjarga eigin skinni.

Ríkissjónvarpinu tekst afar illa að efna til málefnalegra umræðna um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Umræðan endar yfirleitt með eins konar hanaati og menn eru jafnnær eftir atið og áður. Helgi Seljan (man ekki hvers son hann er) hefur einstakt lag á því að grípa fram í fyrir viðmælendum og yfirleitt enda viðtölin hjá honum illa. Þá lýstur stjórnmálamönnum iðulega saman og allt endar með ósköpum.

Stjórnendur Kastljóssins verða að fara að hugsa um hag hlustenda og hætta þessari skrýlsframleiðslu.

Nú kemur það fram að Íslendingar eru hvarvetna bestir. Enn hefur aðeins einn banki lent í fjárþroti og líkur benda til að Landsbankanum hafi tekist að forðast stóráföll að sinni.

Í gær fékk ég enn eina staðfestinguna á því hvað Íslendingar eru frábærir. Ég er í þróunarhópi um hugnúnað fyrir blinda og sjónskerta. Í gær barst tilkynning um að forritið Ragga myndi fylgja næstu útgáfu hugbúnaðarins og er forritið með tilraunaútgáfunni. Engar úrbætur hafa verið gerðar á talgervlinum þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar.

Vafalaust eru Íslendingarnir, sem hönnuðu Röggu, ágætlega vel að sér í sínu fagi. En þeir hafa enga reynslu af því að framleiða talgervla. Starfsmenn Dolphin-fyrirtækisins, sem hefur ákveðið að fjárfesta í Röggu, töldu sem eðlilegt var, að talgervillinn hefði verið prófaður með notendum. Nú lítur út fyrir að þeir muni jafnvel hverfa frá því að nota hann.

Það er eins með talgervilinn Röggu og fjármálaveldi Íslendinga. Menn hafa ekki hugsað leikinn til enda og kastað til höndunum við framleiðslu hans.

Hefði talgervillinn verið framleiddur í Kína myndu Kínverjar hafa verið sakaðir um vörusvik. Og nú saka ég Símann um vörusvik. Síðan bætir menntamálaráðherra gráu ofan á svart með því að afhenda þessi ósköp við hátíðlega athöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sinn var haft eftir ágætri konu úr nágrenni Seljateigs (Seljan) í Reyðarfirði: "Það er gott hver sem er ánægður með sjálfan sig". Var það sagt í niðrandi tón um þá er þóttu helst til góðir með sjálfa sig. Á þetta ekki enn við.

Hann Georg Helgi Seljan er Jóhannsson og fæddur 18. janúar 1979.

Emi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband