Davíð var lítill drengur

Í gær hitti ég lítinn dreng sem var í kirkjuskóla. Lærði hann þar m.a. ýmsa trúarsöngva sem honum þóttu leiðinlegir. Einn þeirra heitir víst Davíð var lítill drengur. Þar segir frá baráttu þeirra Davíðs konungs Ísraelsmanna til forna og risans Golíats sem Davíð drap með valslöngu sinni.

Miðað við þá atburði sem eiga sér nú stað í Ísrael og þann skilning sem Ísraelsmenn leggja í fortíð sína er með hreinum ólíkindum að íslenska þjóðkirkjan og aðrir söfnuðir skuli taka Davíð konung sem fyrirmynd sem rétt sé að kenna íslenskum börnum um. Auðvitað var Davíð ekkert annað en harðsvíraður glæpamaður. Hann hremmdi lönd annarra og var ofbeldisseggur er sveifst einskis til þess að ná fram markmiðum sínum. Hann fékk þó stundum samviskubit, bað Guð sinn fyrirgefningar og orti nokkra sálma.

Vitað er að forystumenn Ísraelsmanna hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í viðureign sinni við Palestínumenn enda var Davíð snjall herforingi og kunni að deila og drottna.

Foreldrar ættu að velta því alvarlega fyrir sér hvort það samræmist kristnu siðgæði að kenna börnum sínum að taka sér ofbeldissinnaðan hryðjuverkamann til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér fyrir Arnþór Helgason, þessi færsla þín færði mér sýn, en einnig staðfestingu á því að þið vinstrimenn eruð sumir hverjir jafnmiklir hatursmenn gyðinga og frændur ykkar á hinum vængendanum. Á Íslandi samræmist það greinilega kristilegu siðgæði að kenna í anda Marteins Lúthers, sem var yfirlýstur gyðingahatari með hægðateppu. Biddu endilega biskups Íslands að setja lögbann, fötwu í anda Stalíns, á Davíð konung. Það gæti kannski leyst efnahagsvandann, hver veit?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.10.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Hver er Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson? Spyr sá sem ekki veit. Væri ég ekki jafnkurteis og raun ber vitni hefði ég sagt að hann gengi hér andlegra örna sinna.

Arnþór Helgason, 6.10.2008 kl. 18:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband