Gleðifréttir

Löngu er vitað að of mikill hraði er orsök flestra slysa í umferðinni. Árið 1987 skrifaði Hrafn Baldursson á Stöðvarfirði Öryrkjabandalagi Íslands og lagði til að bandalagið leitaði samstarfs við tryggingafélögin um þróun hugbúnaðar sem gæti takmarkað hraða í bifreiðum. Tryggingafélögin sýndu þessu máli lítinn áhuga. Ég bar síðan fram svipaða tillögu í umferðarráði fyrir fjórum árum og naut hún stuðnings Óla H. Þórðarsonar. Bílasérfræðingarnir í ráðinu umhverfðust og sögðu að ekki væri hægt að stjórna hraða bifreiða með utanaðkomandi hugbúnaði eða fjarstýrðum og færðu fyrir því ýmis rök svo sem að blöndungurinn þyldi það ekki og fleira sem ég hef ekki vit á. En nú virðist Ford ætla að sanna hið gagnstæða.
mbl.is Ford gerir foreldrum unglinga kleift að takmarka hraða og hávaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband