Boðskapur Völuspár

Mér hefur tíðum orðið hugsað til lokakafla Völuspár hina síðustu daga þegar allt hefur lagst á eitt við að þyngja lund manna.

Völvan sér fyrir sér iðjagræna velli og að jörðin muni rísa að nýju. Fleiri virðast þessarar skoðunar. Í ágætum pistli sínum í Morgunblaðinu í dag ræðir Pétur Gunnarsson hvað geti tekið við eftir að gerningaveðri fjármálahildarleiksins linnir. Röksemdir hans um aukna sameign helstu innviða samfélagsins eru þess virði að menn doki við og lesi þær.

Þá er einnig athyglisverð úttekt leiðarahöfundar Morgunblaðsins á vangaveltum Gylfa Magnússonar um framtíð íslensks efnahagslífs. Í gær velti ég vöngum yfir eignatengslunum og nokkru sem Halla Tómas´dóttir, forstjóri Auðar Kapítals sagði við mig í síma í sumar. Hún sagði að Íslendingar hefðu verið of oppteknir af samruna fyrirtækja og meintri hagræðingu. Hún taldi að menn hefðu farið offari og að eignatengsl og hagræðing væri tvennt ólíkt.

Nú kemur greinilega í ljós að á ýmsum sviðum á þessi fullyrðing Höllu við rök að styðjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband