Færeyingar eru vinir í raun

Ég hef lengi dáðst að Færeyingum. Þeir eru heilsteyptir og góðir heim að sækja og í fjölskyldu minni er margra þeirra minnst sem úrvals sjómanna.

Á 10. áratugnum gengu þeir gegnum skamvinna efnahagskreppu sem stafaði m.a. af því að prangað var inn á þá gjaldþrota bönkum. Ýmsar aðrar ástæður lágu til þess hvernig fór þá fyrir Færeyingum. Þáverandi forsætisráðherra Íslendinga og núverandi formaður stjórnar hins sjálfstæða seðlabanka Íslands talaði oft og iðulega um hvað varast bærit til þess að við færum ekki "færeysku leiðina".

Enginn prangaði gjaldþrota bönkum inn á þá sem keyptu þá hér um árið. Hvenær hafa Íslendingar nokkru sinni rétt nokkurri þjóð nokkuð því um líkt og Færeyingar Íslendingum?

Hvað segir Davíð nú? Að minnsta kosti ætti hann að biðja Færeyinga fyrirgefningar á því hvernig hann talaði um þá hér um árið.


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband