Lesa ráðherrar ekki heima?

Nú er komið í ljós að 19. tl. samnings millum Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kveður á um að stýrivextir verði hækkaðir upp í 18%. Það er því sennilega rétt mat hjá fulltrúa í bankaráði Seðlabankans að honum hafi fundist sem Davíð Oddsson skammaðist sín fyrir að þurfa að kynna þessa ákvörðun.

Það er með ólíkindum að annar foringi stjórnarinnar skuli láta henda sig að segja ósatt í Ríkisútvarpinu og að hið sama skuli henda Össur á Alþingi, sennilega vegna þess að þau hafa ekki haft tíma eða orku til að fara yfir samningsdrögin. Sumt verður fólk þó að kynna sér í stað þess að láta segja sér hvað standi í skjölunum. Er fleira sem fulltrúar Samfylkingarinnar vita ekki?

Úr því að þessi töluliður er orðinn opinber og fjölmiðlafulltrúi sjóðsins telur að Íslendingar ráði því hvort um sé að ræða trúnaðarmal, ætti að gera bæði plöggin opinber: samninginn í heild og væntanlegar efnahagsráðstafanir.

Pukur veldur bæði pirringi og skaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband